Hundasýning

Jæja þá eru Breki að Barón/Kátur búnir að fara á fyrstu sýninguna sína og gekk þeim rosalega vel á þeim. Barón/Kátur lenti í 1 sæti og Breki lenti í því 3 þannig að ég er voðalega stoltur ræktandi í dag InLoveenn það verða settar inn myndir af þeim vonandi fljótlega. Pabba hvolpana hann Kappi var einnig sýndur en náði hann sér ekki alveg á strik enda það er ekki alltaf hægt að vera flottastur þó að maður sé það nú oftastTounge 

Vil ég svo óska eigendum Breka og Baróns/Káts innilega til hamingju með hundana sínaGrin


Fréttir

Jæja þá er ég komin með upplýsingar um flesta hvolpana. Flestir eða allir hvolparnir eru á hlýðninámskeiði eða eru að fara á námskeið núna fljótlega og virðist ganga mjög vel með þá þar enn samt sem áður eru þeir bara enn hvolpar þannig að stundum gengur það upp og niður. Birta er búin að fara á sýningu og gekk henni mjög vel þar og vann hún sinn flokk og var svo 4 af 11 hvolpum í grúppu 5 samt sem áður var hún langyngst þarna. Breki og Kátur/Barón eru svo að fara á sýningu þann 6 eða 7 október þannig að þeir eru búnir af fara á sýningaræfingu sem þeir voru flottastir á eða það hvíslaði lítill fugl í eyrað á ritaranum í kvöldFootinMouth 

Enn svo eru komnar inn nýjar myndir af hvolpunum þannig endilega kíkkið á þær og endilega verið svo dugleg að kvitta fyrir komuna ykkar svo ég sjái að ég sé ekki bara að skrifa þetta fyrir sjálfan migWink

Kveðja Inga Hilda


Fréttir AFTUR

Jæja þá er ég að hugsa um að opna þessa síðu aftur. Ég var að hugsa um að hafa þetta þannig núna að ég setji hérna inn fréttir af hvolpunum sem Píla og Kappi áttu. Enn til að láta þessa síðu ganga verð ég að fá fréttir af hvolpunum í gegnum ykkur sem eigið hvolpana núna og svo væri auðvitað  líka gaman að fá myndir af hvolpunum svo ég geti sett inn hérna líka.

Svo ég komi nú með smá fréttir núna þá er Píla farin að braggast eftir hvolpalætin sem voru hérna enn að vísu er hún með einhver einkenni eftir meðgönguna því hún er búin að vera svolítið hölt ef hún fer í lengri göngutúra og telur dýri þetta bara vera eftir meðgönguna og vill meina að þetta sé eitthvað við mjaðmirnar hennar sem muni jafna sig, vonandi sem fyrst.

Kappi hefur það alltaf jafn gott og er hann að fara á næstu sýningu sem verður haldin 6-7 október og mun hann ábyggilega brillera þar eins og vanalega enda er þetta gullfallegur hundur sem er þar á ferð. Enn vonandi komast einhverjir af hvolpaeigendum á þessa sýningu til að hitta hana Dittu eiganda Kappa og leyfa henni að hitta hvopana, sem henni langar gjarnan að sjáWink 


Allir hvolarnir farnir

Jæja núna eru allir hvolparnir farnir á ný heimili og er þeirra mikið saknað enn sem betur fer fóru þeir allir á mjög góð heimili og erum við því rosalega ánægð með það. Grin

Kveðja Inga


Birta farin til Noregs

Jæja þá er Birta farinn í ferðalag enn hún er lögð á stað suður og tekur nýr eigandi við henni þar á morgun sem fer með hana alla leið til Noregs, Birtu á eftir að verða mjög sárt saknað Crying enda er hún alveg yndislegur hvolpur eins og allir hinir líka.

Enn svo er líka búið að selja Breka, enn hann er nú samt enn hjá okkur og verður það alveg þangað til á laugardag þá fer hann til nýrra eiganda. Þannig að Barón verður einn eftir og ef einhverjum góðum hundavini vantar blíðan, mjög fallegan hvolp þá endilega hafðu samband við okkur í síma 8972359 eða ingahk@simnet.is


Breki og Barón

Þessar elskur eru til sölu!

Breki flottiBreki ljósmyndafyrirsæta

Breki

BarónBarón sæti 

Barón

Upplýsingar í síma 8972359 eða ingahk@simnet.is


Kappi íslenskur meistari

Aðalfréttin í dag er að Kappi pabbi hvolpana var á hundasýningu í Reykjavík í dag og náði þeim flotta titli að verða íslenskur meistari, ekki smá flottur á því. Enda á hann það vel skilið því hann er einn sá glæsilegasti hundurinn á landinu. Kappi

Enn svo eru 2 litlu strákarnir okkar (Breki og Barón) enn eftir og vonum við að einhverjir góðir hundavinir banki hérna upp á eða sendi okkur póst á ingahk@simnet.is og vilji eignast glæsilegan hvolp einnig er hægt að hringja í síma 8972359 Inga

 


Erum svo sætir

Þessir 2 æðislegu töffarar eru til sölu

Breki                                                      Barón

Breki         Barón

Hafið samband í síma 89723559 eða ingahk@simnet.is


2 hvolpar komnir á góð heimili

Jæja þá eru Bósi og Bolla (Þoka) komin á ný heimili og veit ég að það verður hugsa vel um þau þar. En svo fer Blíða (Yara) á morgun á nýja heimilið sitt og eru þá bara eftir 3 hvolpar, en að vísu fer Bita ekki fyrr en í júlí þá fer hún til Noregs og ætlar sko að gera það gott þar. Þá eru Barón og Breki enn eftir óseldir þannig að  endilega hafið samband ef einhver vill yndislega hvolpa sem ekki er hægt að standast.

Enn svo verða vonandi settar inn myndir á morgun því það er sko mikið búið að mynda núna því við erum búin að vera í bústaðnum okkar og eru hvolparnir bara búnir að vera að leika sér úti í æðislegu veðri, borða og sofa þannig að mikið stuð á þeim þessa daganaCool

 


Búnir að hitta dýralækninn

Jæja nú er allir hvolparnir búnir að fara til dýralæknirs og kom allt mjög vel út úr því, þannig að þeir eru búnir að fá bólusetningu, ormahreinsun og svo auðvitað örmerkingu. Dýralæknirinn var mjög hrifin af þeim og sagði þau í mjög góðu formi og mjög fallega, sem við vissum auðvitað.Wink

En svo er búið að selja alla núna nema 2 og er það hann Breki minn og Barón minn sem vonandi fara fljótlega á ný heimili, þannig að nú er síðasti séns að tryggja sér einn yndislegan hvolp sem er mjög fallegur og góður hvolpur. Næstu helgi fara hvolparnir svo að fara þannig að þá fer nú heldur betur að róast hjá okkur.

En segjum þetta fínt í bili Inga sími 8972359 eða ingahk@simnet.is


Næsta síða »

Um bloggið

Píla

Höfundur

Inga Hilda Ólfjörð Káradóttir
Inga Hilda Ólfjörð Káradóttir

Píla er æðislegur íslenskur fjárhundur sem var að eignast 6 stk af yndislegum hvolpum þann 17.04.07 með honum Kirkjufells Kappa.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þoka að leika sér í vatni
  • Þoka og Píla
  • Barón flotti á sýningu með eiganda sínum
  • Breki flotti á sýningu með eiganda sínum
  • Bósi alveg eins og mamma sín

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband